Framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð

Framúrskarandi fyrirtæki fjórða árið í röð

Steinull hf fékk í þessum mánuði viðurkenningu á að vera í hópi af framúrskarandi fyrirtækjum landsins samkvæmt samantekt Creditinfo. Samkvæmt þeirri samantekt eru 462 fyrirtæki sem ná þessum árangri af 33.000 skráðum fyrirtækjum. Til að ná þessari viðurkenningu þufra fyrirtækin að uppfylla strangt gæðamat byggt á faglegum kröfum og greiningu Creditinfo. Er þetta fjórða árið í röð sem Steinull hf uppfyllir þessar kröfur og öðlast þessa viðurkenningu.