Ný umhverfisyfirlýsing – EPD

Ný umhverfisyfirlýsing – EPD

Eftir mikla vinnu hefur Steinull hf. fengið gefnar út umhverfisyfirlýsingar (EPD) fyrir afurðir sínar. Umhverfisyfirlýsing er þýðing á ,,Environmental Product Declaration” og staðfestir upplýsingar um umhverfisáhrif yfir líftíma vörunnar. Að baki liggur ítarleg vistferlisgreining (e. Life Cycle Assessment) á öflun aðfanga, framleiðslu og dreifingu vörunnar sem unnin var í samstarfi við Verkfræðistofuna Eflu.  Umhverfisyfirlýsingin hefur verið samþykkt af erlendum vottunaraðila.

Með aukinn eftirspurn eftir vottuðum byggingavörum og vistvænum byggingum getur Steinull hf. nú lagt fram upplýsingar um umhverfisáhrif framleiðsluvörunnar. EPD vottuð byggingarefni gefa stig í vistvottunarkerfið BREEAM.  Síðustu árin hefur Steinull hf. unnið eftir vottuðu gæðakerfi skv. ISO 9001, auk þess að hafa vottað umhverfisstjórnunarkerfi skv. ISO 14001.

EPD yfirlýsingar: 20 – 75 kg/m³; 75 – 100 kg/m³; 100 – 200 kg/m³