Nýr framkvæmdastjóri

Nýr framkvæmdastjóri

Stefán Logi Haraldsson hefur verið ráðinn nýr framkvæmdastjóri Steinullar stað Einars Einarssonar sem verið sem hefur verið framkvæmdastjóri um áraraðir. Stefán Logi mun taka formlega við sem framkvæmdastjóri eigi síðar en 1. apríl á næsta ári.

Árið 1999 hóf Stefán Logi störf hjá Vírneti og tók síðan við sem framkvæmdastjóri hjá sameinuðu Límtré Vírneti í Borgarnesi árið 2004. Árin 1987 til 1999 starfaði hann sem fjármálastjóri hjá Steinull, að undanskildu einu ári (sept. 1997 til sept. 1998) sem hann starfaði hjá sænska fyrirtækinu Paroc í Svíþjóð.

Stefán er Samvinnuskólagenginn rekstrarfræðingur og hefur lokið fjölda námskeiða í stjórnun og stefnumótun.

Stefán er giftur Ingu S. Baldursdóttur og þau eiga fjögur uppkomin börn.

Einar Einarsson núverandi framkvæmdastjóri Steinullar, hóf störf sem framleiðslustjóri Steinullarverksmiðjunnar 1984 eða ári áður en hún tók til starfa. Hann tók við stöðu framkvæmdastjóra 1. september 1988.