Steinull hf fær viðurkenningu frá VÍS

Steinull hf fær viðurkenningu frá VÍS

Á forvarnaráðsetefnu VÍS sem haldin var 4. feb á Grand Hótel Reykjavík fékk Steinull hf viðurkenningu frá VÍS fyrir góðan árangur í forvörnum og öryggismálum.

Í lýsingu VÍS segir “Stein­ull er gott dæmi um þar sem vel hef­ur tek­ist til að efla þátt­töku og virkni starfs­fólki í ör­ygg­is­mál­um vinnustaðar­ins. Á þriðja hundrað atriða hafa verið skráð í með áhættu­grein­ingu og at­vika­skrán­ingu und­an­far­in fimm ár. Lyk­ill að ár­angri þeirra er að tvinna sam­an stór­ar sem smá­ar úr­bæt­ur þannig að stöðugt er unnið að því að gera starf­sem­ina ör­ugg­ar.”

Þessi viðurkenning er ánægjuleg vottun um að fyrirtækinu og starfsmönnum hafi tekist vel til í öryggismálum og hvatning til að gera enn betur.