Steinull hf framúrskarandi fyrirtæki tíunda árið í röð.

Steinull hf framúrskarandi fyrirtæki tíunda árið í röð.

 

Steinull hf er á lista Creditinfo yfir framúrskarandi fyrirtæki 2019, er það tíunda árið í röð sem fyrirtækið er á þessum lista.

Til að komast á þennan lista þurfa fyrirtæki að uppfylla tiltekin skilyrði.

  • Hafa skilað ársreikningum til RSK fyrir rekstrarárin 2016 – 2018
  • Nýjasta ársreikningi skilað á réttum tíma samkvæmt lögum
  • Er í lánshæfisflokki 1, 2 eða 3
  • Rekstrarhagnaður (EBIT) var jákvæður rekstrarárin 2016 – 2018
  • Að ársniðurstaða var jákvæð rekstrarárin 2016 – 2018
  • Eiginfjárhlutfall sé a.m.k. 20% eða meira rekstrarárin 2016 – 2018
  • Eignir voru a.m.k. 100 m.kr. rekstrarárin 2018, 2017 og 90 m.kr. 2016
  • Framkvæmdastjóri er skráður í fyrirtækjaskrá RSK
  • Að vera virkt fyrirtæki skv. skilgreiningu Creditinfo
  • Rekstrartekjur voru a.m.k. 50 m.kr. rekstrarárin 2018 og 2017