

Um einangrun og Steinull
Steinull hf hóf framleiðslu á steinullareinangrun til notkunar í byggingar í ágúst 1985. Frá byrjun hefur mikil þróun verið á framleiðslunni ásamt því að vöruframboð hefur aukist verulega í takt við þróun á byggingarmarkaði. Fljótlega eftir stofnun byrjaði útflutningur á framleiðslu verksmiðjunnar og eru þar Færeyjar, Bretland og Þýskaland með mesta magnið á liðnum árum.
Hjá Steinull starfa um 40 fastráðnir starfsmenn, við framleiðslu er unnið á vöktum allan sólarhringinn frá mánudagsmorgni til föstudagskvölds.
Á vefnum er hægt að nálgast og skoða þá bæklinga sem gefnir hafa verið út ásamt tæknilegum upplýsingum og vottorðum á framleiðslu.


Gæða- og umhverfisvottuð framleiðsla
Vottanir
Grundvöllur fyrir rekstri Steinullar hf. byggir á því að fyrirtækið sé ávallt í fararbroddi á íslenskum einangrunarmarkaði. Til þess að nýta umframafkastagetu er leitast við að afla arðsamra útflutningsverkefna.
Afurðir fyrirtækisins er steinullareinangrun framleidd úr endurnýjanlegum hráefnum, sem að mestu eru tekin í næsta nágrenni við verksmiðjuna. Notaðar eru öflugar mengunarvarnir til að draga úr umhverfisáhrifum. Notuð er umhverfisvæn raforka við framleiðsluna, sem byggir einnig á hæfu og vel þjálfuðu starfsfólki.





