Aðrar vörur

Létt og meðfærileg steinullareinangrun í þök og gólf þar sem einangrunin verður ekki fyrir álagi. Rakavarin einangrun með lítinn stífleika.

Sérskorin steinullareinangrun á rör og tanka allt frá 114 mm þvermáli og upp úr. Einangrunarþykktir frá 30 til 100 mm. Rakavarin, stíf einangrun.

Steinullareinangrun án bindiefna saumuð á hænsnanet. Með eða án álfilmu. Ætluð m.a. til notkunar á háhitalagnir og afgasrör. Hitaþol ullarinnar er allt að 700°C.

Lausull er sérstaklega ætluð til blásturs í lokuð rými eða ofan á efstu plötu undir þakrými. Hentar einnig í veggi eldri húsa og milligólf þar sem erfitt er með aðkomu. Útveggi gamalla húsa þarf að skoða vel fyrir blástur m.t.t. rakavarnarlags, þéttleika og fleira. Lausull er pressuð í plastpoka sem eru 15 kg að þyngd.

Steinullarplötur innpakkaðar í örþunnt plast 0,02 mm, ætlaðar til að hengja lóðrétt upp í loft til hljóðdeyfingar í framleiðslu- og vinnslusölum. Rakavarin, stíf einangrun.

Steinullarplötur innpakkaðar í þykkt, kuldaþolið plast. Ætluð til einangrunar steinsteypu í mótum og plötum til varnar frosti. Rakavarin, létt einangrun.