Brunavörn

Steinull er viðurkennd óbrennanlegt efni, gefur ekki frá sér reyk við bruna né dropar niður í eldi, þetta er staðfest í mælingum viðurkenndra prófanastofa. Á EES svæðinu hefur verið tekið upp samræmd brunaflokkun allra byggingaefna, svonefnd Euroclass. Flokkarnir eru táknaðir með A1, A2 og B til F, þar sem A1 er bestur og notaður fyrir óbrennanleg efni en flokkur E er lakastur og táknar að byggingavaran sé auðbrennanleg. Reykmyndun frá byggingarefnum er merkt með s1, s2 og s3 þar sem s1 táknar mjög takmarkaða reykmyndun en s3 enga takmörkun á reykmyndun. Tilhneiging efna til aða mynda rennandi dropa er táknuð með d0, d1 og d2 þar sem d0 táknar að efnið myndi enga brennandi dropa eða agnir en d2 hefur enga takmörkun á dropamyndun.

Steinull flokkast sem A1, s1 og d0 samkvæmt Euroclass prófunum með tilliti til bruna.

Steinull hf gaf út árið 2002 bækling um brunavörn þar sem sýnd eru dæmi um uppbyggingu á innveggjum, útveggjum stálgrindarhúsa og milligólfa ásamt því að veita upplýsingar um marga þætti er varða brunaeinangrun og frágang. Þessi bæklingur var endurútgefinn í lok árs 2009 eftir yfirferð og leiðréttingar með tilliti til breyttra merkinga og reglna.

Þennan nýjasta bækling má nálgast hér með að smella á myndina til vinstri.