VISTVÆNAR BYGGINGAR

Umhverfisyfirlýsing

Hugtakið „umhverfisyfirlýsing“ er þýðing á „Environmental Product Declaration“ (EPD) og tilgreinir umhverfisáhrif vöru yfir líftíma sinn. Slík yfirlýsing líkist innihaldslýsingum á matvöru, nema í stað upplýsinga um næringargildi eru veittar upplýsingar um umhverfisáhrif. EPD hjálpar kaupendum við að taka upplýstar ákvarðanir um val byggingarefna með tilliti til umhverfisáhrifa.

Steinull hf er aðili að Grænni Byggð

Á heimasíðu hjá Grænni byggð eru aðgengilegar upplýsingar rannsóknarverkefni sem unnin hafa verið í samstarfi við stofnanir og verkfræðistofur um umhverfismál tengdum byggingum og byggingarefnum.  graennibyggd.is/utgefidefni

Vistvænar byggingar

Hér er hægt að kynna sér kynningarrit Vistvænna bygginga.

Vistvænar byggingar kynningarrit