Varmaeinangrun

Kostir steinullar

Valmynd Kostir steinullar

Steinull er mjög gott einangrunarefni og staðfestir leiðnitala framleiðluflokka það mjög vel.

Leiðnitala einangrunar segir til um einangrunargildi hennar þannig að því lægra sem tölugildið er því betra er einangrunargildið.

Leiðnitala einangrunar er alltaf fundið með mælingu á rannsóknarstofu þar sem mæling fer fram með tiltölulega litlum sýnum.

Leiðnitalan er því fyrst og fremst kennitala fyrir efnið sjálft, en segir ekki beint til um hvert raunverulegt einangrunargildi verður þegar einangrun er frágegngin í heilum byggingarhlutum. Leiðnitalan er gefin upp í Vöruskrá sem lýst leiðnitala í einingunni W/mK.

Varmaleiðni efna.(1)

Varmi flyst gegnum efni með þrennu móti: við leiðslu, með geislun og með (loft) straumum.

Við leiðslu flyst varmi eftir efninu frá sameind til sameindar við árekstur sameinda þess. Efnið sjálft flyst ekki úr stað. Við geislun breytir varmaorkan um form og verður að geislun. Geislun milli flata er háð lit og hitamun flatanna, samanber ljósir og dökkir fletir í sólskini. Við straum flyst efnið (loft, vatn) til og flytur með sér varmaorku.

Almenn líking fyrir varmaflutning gegnum efni er q = λ * A * (T1 – T2)/d [W]

q = Varmamagn (orka) á tímaeiningu (W) = (J/s)

T = Hitastig í °C

A = Flatarmál efnis í m²

d = Þykkt efnis í m

Stuðulinn λ kallast varmaleiðni eða λ – (lamda) gildi. sem sett er saman úr þremur stærðum: λleiðslu + λgeislun + λstraumum.

(1)Heimild: Varmaeinangrun Húsa Rit nr. 30 bls 11, höfundar Guðmundur Halldórsson og Jón Sigurjónsson, Rb 1992