Vistvænar byggingar
Vistvænar byggingar, einnig kallaðar umhverfisvænar eða sjálfbærar byggingar, miða að því að draga úr neikvæðum áhrifum á umhverfið í byggingarferlinu. Þær nýta orkusparandi lausnir, endurnýjanlega orkugjafa og umhverfisvænt efni til að lágmarka kolefnisspor og bæta lífsgæði. Með því að samþætta sjálfbærar aðferðir stuðla vistvænar byggingar að verndun náttúrunnar og stuðla að langtímasjálfbærni samfélaga.

Umhverfisyfirlýsing
Hugtakið „umhverfisyfirlýsing“ er þýðing á „Environmental Product Declaration“ (EPD) og tilgreinir umhverfisáhrif vöru yfir líftíma sinn. Slík yfirlýsing líkist innihaldslýsingum á matvöru, nema í stað upplýsinga um næringargildi eru veittar upplýsingar um umhverfisáhrif. EPD hjálpar kaupendum við að taka upplýstar ákvarðanir um val byggingarefna með tilliti til umhverfisáhrifa.

Steinull hf er aðili að Grænni Byggð
Á heimasíðu hjá Grænni byggð eru aðgengilegar upplýsingar og rannsóknarverkefni sem unnin hafa verið í samstarfi við stofnanir og verkfræðistofur um umhverfismál tengdum byggingum og byggingarefnum. graennibyggd.is/utgefidefni