Nýjir bæklingar

Nýjir bæklingar

Fyrr á þessu ári var Vöruskrá Steinullar hf endurnýjuð samhliða breytingum sem gerðar voru á vörutegundum og framboði. Sem dæmi þá voru Þéttull og Þilull sameinaðar í einn flokk og var þykktum breytt til samræmis við unnið grindarefni úr timbri og stáli.

Í nóvember kom út endurbætt útgáfa af bæklingi um Undir- og Yfirlagsplötur, þar inní voru einnig settar upplýsingar um steinullarfleyga sem ætlaðir eru til að mynda halla milli niðurfalla á hallalitlum þökum. Steinull hf hefur einnig boðið upp á þann valkost að framleiða fleyga til að mynda vatnshalla á þökum.