Einangrun þaka með undir- og yfirlagsplötum

Á liðnum árum hefur færst í vöxt að heit þök séu einangruð með stífri steinull sem sett er ýmist beint á berandi trapizu klæðningu, steyptar plötur eða á léttbyggt undirlag. Ofan á einangrun er annað hvort settur dúkur eða asfalt pappi.

Uppbygging og form er breytilegt eftir aðstæðum og kröfum um U-gildi viðkomandi þaks.

Undir- og Yfirlagsplötur eru framleiddar í tveimur gerðum hvor tegund þ.e. L og T. Uppgefið þrýstiþol við 10% samþjöppun er ráðandi viðmið í hverri tegund.

Hér má nálgst bækling um Undir- og Yfirlagsplötur á pdf formi: Undir- og Yfirlagsplötur.

 

Útreikningur á lágmarksþykktum á Undir- og Yfirlagsplötum.

Fleygar til að mynda vatnshalla að niðurföllum á þökum með lítinn halla.

Myndaður er fleygur úr skornum plötum með einhliða halla, stærð 600 x 1200 mm.

Halli á skurði er 25 mm á 600 mm breidd, kerfið byggt upp af þremur tegundum af skornum plötum og einni plötu 75 mm sem sett er undir fleyga eftir stærð.