Einangrun léttra innveggja

Hljóð- og brunaeinangrun.

Í byggingarreglugerð eru settar kröfur um hljóðeinangrun með tilvísun í staðal ÍST 45 sem fjallar um hljóðeinangrun. Í reglugerðinni eru tilgreind lágmarks skilyrði sem þarf að uppfylla samkvæmt staðlinum um hljóðeinangrun.   Í staðlinum eru sett fram flokkun á hljóðkröfum fyrir íbúðir, skóla, sjúkrahú, gististaði og skrifstofur.

Sem einangrun í létta innveggi er algengast að nota Þéttull 30 kg/m³ og Þéttull Plús 40 kg/m³.

Hér má nálgast bækling um Þéttull

Í 9. hluta byggingarreglugerðar er fjallað um varnir gegn eldsvoða. Einn hluti af því eru eldvarnarveggir sem eiga að fyrirbyggja útbreiðslu elds frá þeim stað sem er að brenna, án inngrips frá slökkviliði. Til að byggja upp létta eldvarnarveggi hvort heldur þeir eru berandi eða ekki berandi er nauðsynleg að nota óbrennanlega einangun eins og steinull. Þéttull 30 kg/m³ er lágmarks rúmþyngd steinullar sem nota má sem viðurkennda brunaeinangrun í létta eldvarnarveggi. Í bæklingi okkar Brunavörn eru haldgóðar upplýsingar um eldvarnarveggi, uppbyggingu og frágang þeirra.

Hægt að nálgast sérbækling um brunavörn á pdf formi: Brunavörn