Einangrun léttra milligólfa og útveggja

Rétt val á einangrun í léttbyggð milligólf og létta útveggi er mikilvægt. Þéttull með nafnþyngd 30 kg/m³ er í þessa byggingarhluta mjög góður kostur.
Stífleiki þéttullar er verulegur, en efninu er ekki ætlað að bera álag. Þegar hætta er á slíku ætti alltaf að tryggja aflöstun. Alltaf þarf að tryggja að einangrun geti ekki hnigið til í einangrunarbilinu undan eigin þyngd eða titringi. Þar sem þéttull stendur sérlega vel í grind er hún æskilegt val þegar einangra á timburveggi og þök sem hafa verulegan þakhalla (um og yfir 30 °).

Vegna stífleikans skerst þéttull vel og fyllir vel út í grind eða milli sperra ef hún er skorin aðeins rúmt, 1 – 2 cm yfir stíft mál á milli bita eftir þykkt einangrunar. Þegar efnið er fest þannig í spennu er ullin sjálfberandi milli sperra. Ekki er nauðsynlegt að strengja band jafnóðum undir sem auðveldar vinnu verulega. Plöturnar eru ennfremur af þægilegri stærð fyrir einn mann að vinna við, bæði skurð og uppsetningu, þannig að vel fari. Plötunum er auðvelt að þrýsta vel saman á skeytum og má renna til í grind ef einangrunarþykktin er ekki mikil.

Mikilvægt er að vanda uppsetningu einangrunar og hafa hvergi rifur eða göt í einangrunarlagið, það sparar orku og fjármuni.

Þá er alltaf kostnaðarsamt að einangra eftir á. Aukin einangrun eykur sparnað ekki síst vegna þeirrara staðreyndar að hitaveitusvæðin eru ekki óþrjótandi orkulindir.

Hér má nálgast bækling um Þéttull á pdf formi: Þéttull

Hér má nálgst bækling um brunavörn á pdf formi: Brunavörn