Léttir innveggir

Í 11 hluta byggingarreglugerð nr 112/2012 eru settar kröfur um hljóðeinangrun með vísan í ÍST 45, sem nauðsynlegt er að uppfylla. Auk þess er æskilegt að hljóðeinangra á ýmsum stöðum, án þess að þess sé krafist í byggingarreglugerð.

Má þar nefna:

Hljóðeinangrun innan íbúðar.
Hljóðeinangrun milli almennra skrifstofuherbergja.
Hljóðeinangrun milli fyrirtækja í verslun og þjónustu.
Hljóðeinangrun (R’w-gildi) 40 dB ætti að vera lágmarkskrafa, t.d. milli svefnherbergja og milli svefnherbergis og stofu. Æskilegt er enn meiri hljóðeinangrun, 44 dB eða jafnvel 48 dB.

Á liðnum árum hefur umræða og kröfur til aukinnar hljóðeinangrunar milli íbúða og innan íbúða verið að aukast.

Steinull hf hefur lagt metnað sinn í að gefa út bæklinga um hljóðeinangrun með leiðbeinandi lausnum fyrir hönnuði, iðnarmenn og húsbyggjendur sem aðgengilegir eru hér á heimasíðu.

Sem einangrun í létta innveggi má nota Þéttull 30 kg/m³ eða Þéttull Plús 40 kg/m³.