Einangrun sökkla

Í flest öllum tilvikum er æskilegt að einangra byggingarhluta frá jörðu, sérstaklega í íbúðarhúsum þar sem draga þarf úr varmaflæði að eða frá byggingarhlutanum. Algengast slíkra tilvika er steypt gólfplata á fyllingu, sökkul- eða kjallaraveggir. Einangrunar frá jörð er nauðsynleg bæði í nýbyggingu sem og í eldra húsnæði.

Einangrun sem liggur að jörðu þarf að hafa nægjanlegt þrýstiþol til að þola álag vegna jarðvegsþrýstings eða eigin álags byggingarhluta. Einangrunin þarf einnig að vera mjög vel rakaþolin og helst að vera sjálfdrenandi. Efnisþéttleiki Sökkulplötu er á bilinu 125 – 130 kg/m3 og þrýstiþol við 5% og 10% er þá 23 kPa og 30 kPa. Þessa einangrun má nota undir allt að 4m jarðvegsfyllingu og undir steyptar gólfplötur.

Sökkulplata er sérframleidd rakavarin steinullareinangrun þar sem steinullarþræðir í framleiðsluferlinu eru lagðir á ákveðinn hátt þannig að þrýstiþol einangrunar og stífleiki verður meiri heldur en gildir fyrir venjulega harðpressaða ull.

Eiginleikar Sökkulplötu gera það að verkum að hún hentar mjög vel þegar einangra þarf byggingarhluta frá jörðu.

Einangrunargildi

Einangrun að jörðu hefur að öðru jöfnu talsvert hærra rakastig heldur en almennt gerist í einangrunarefnum. Við sérstakar aðstæður getur opið einangrunarefni eins og steinull blotnað en ef framræsla (dren) er fullnægjandi þá þornar efnið auðveldlega.
Hærra rakastig gerir það að verkum að einangrunargildi er lægra heldur en annars væri. Fyrir einangrun með þekkta efniseiginleika og framleidda undir gæðaeftirliti og í þeim gæðaflokki sem Sökkulplata er, þá er uppgefin varmaleiðnitala 0,036 W/mK fyrir aðstæður þar sem tryggt er gott dren.

Þegar illa einangrandi efni sker í sundur varmaeinangrun þá nefnist það kuldabrú.

Kuldabrú getur verið línuleg t.d. steypt gólfplata sem gengur út í steyptan vegg, sem einangraður er að innanverðu. Línukuldabrú er gefin upp sem varmatap á lengdarmetra W/mK. Punktkuldabrú er t.d. steypt gólfplata sem gengur út í úthorn steyptra veggja, báðir veggir einangraðir að innanverðu eða einstakur bolti eða festing sem gengur í gegnum einangrunarlag. Punktkuldabrú er gefin upp sem varmatap W/mK. Samkvæmt staðlinum ÍST 66:2016 eru áhrif kuldabrúa reiknuð sérstaklega og áhrifin lögð saman við reiknað orkutap vegna varmaflutnings um hjúpfleti og loftskipta.