Þung milligólf

Þung milligólf eru t.d. steyptar plötu á milli hæða í fjöleignahúsum.

Í byggingarreglugerð nr. 441/1998 eru gerðar lágmarks kröfur til hljóðvistar í byggingum. Fjöleignahús með samliggjandi íbúðum og aðliggjandi stigahúsi hefur lágmarkskröfur um lofthljóðeinangrun R’w 52 dB og lágmarkskröfur um högghljóðeinangrun L’n,w 58 dB. Í lofthljóðeinangrun eru aukin gæði við hækkandi dB tölu en aukin gæði við lækkandi dB tölu í högghljóði.

Kominn er nýr staðall ÍST 45:2011 Hljóðvist – flokkun íbúðar- og atvinnuhúsnæðis sem byggist upp á því að húsnæði er að flokkað eftir hljóðvistarkröfum í fjóra flokka þ.e. A,B,C og D. Núgildandi kröfur reglugerða eru sambærilegar D flokki og hefur heyrst að við útgáfu næstu byggingarreglugerðar sem er í endurskoðun þá verði kröfur hertar og lágmarks viðmið verði sett við C flokk staðalsins.

Nú þegar eru nokkrir verktakar farnir að byggja fjöleignahús með strangari kröfum til hljóðeinangrunar en eru í gildandi reglugerð. Hefur þetta haft í för með sér aukinn byggingarkostnað sérstaklega til að ná bertri högghljóðeinangrun milli hæða. Þar sem þetta hefur verið gert hefur árangur verið góður og eigendur íbúðanna verið sáttir með sitt.