Létt milligólf

Kostir steinullar

Valmynd Kostir steinullar

Létt milligólf er algengt að setja í íbúðar- og sumarhús sem byggð eru úr timbri, þá eru létt milligólf mikið notuð í iðnaðarhúsnæði við hólfun þeirra svo eitthvað sé nefnt. Þessi milligólf geta þurft að uppfylla kröfur um högg- og lofthljóðeinangrun ásamt því að uppfylla kröfum um brunaþol eftir aðstæðum.

Til að uppfylla kröfur um lofthljóðeinangrun er hægt að setja létta einangrun í bil á milli bita, magn einangrunar fer eftir kröfu um hljóðdempun millilofts. Sem dæmi þá er áætluð lofthljóðeinangrun R’w millilofts 35 dB sem byggt er upp með 45 x 170 mm bitum, 22 mm gólfborðum að ofan 95 mm Þilull og 2 x 13 mm gifs að neðan á raflagnagrind.

Ef uppfylla þarf kröfur um högghljóð þá verður það illa leyst nema með fljótandi gólfi. Ef tekið er dæmið hér að ofan og sett 20 – 30 mm stíf steinull 125 – 150 kg/m³ ofan á gólfborð og annað lag gólfborða ofan á steinull sem hvergi nær tengslum við milligólf eða veggi. Með þessari aðgerð má leiða líkum á að viðkomandi gólf hafi högghljóðeinangrun L’n,w upp á 54 dB.