Gæða og umhverfisstefna

Grundvöllur fyrir rekstri Steinullar hf. byggir á því að fyrirtækið sé ávallt í fararbroddi á íslenskum einangrunarmarkaði. Til þess að nýta umframafkastagetu er leitast við að afla arðsamra útflutningsverkefna.

Afurðir fyrirtækisins er steinullareinangrun framleidd úr endurnýjanlegum hráefnum, sem að mestu eru tekin í næsta nágrenni við verksmiðjuna. Notaðar eru öflugar mengunarvarnir til að draga úr umhverfisáhrifum. Notuð er umhverfisvæn raforka við framleiðsluna, sem byggir einnig á hæfu og vel þjálfuðu starfsfólki.

Rafbræðsla hráefnanna hefur reynst grundvöllur að háu gæðastigi afurðanna auk þess sem uppruni hráefnanna sem og raforkunnar gefur fyrirtækinu ákveðið forskot til að mæta sívaxandi kröfum um umhverfisvæn framleiðsluferli og vistvænar byggingar.

Í gæða og umhverfismálum mun Steinull hf. ávallt uppfylla þær almennu kröfur, sem stjórnvöld hafa sett eða samið hefur verið um varðandi rekstur fyrirtækisins.

Í því skyni að viðhalda og bæta gæði framleiðslunnar til þess að mæta ávallt óskum viðskiptavina auk þess að nýta sér til hagsbóta auknar kröfur til umhverfisverndar og sjálfbærrar þróunar mun fyrirtækið leitast við að:

  • Þróa stöðugt afurðir fyrirtækisins í samræmi við óskir viðskiptavinanna til að auðvelda þeim að uppfylla kröfur markaðarins og reglugerða um hita-, hljóð- og brunaeinangrun.
  • Afla allra nauðsynlegra eiginleika- og umhverfisvottana vegna framleiðslu og sölu afurðanna.
  • Starfrækja umhverfisstjórnunarkerfi, sem lýsir ábyrgð og eftirlitsferlum varðandi umhverfisáhrif fyrirtækisins í því skyni að draga úr umhverfisáhrifum.
  • Starfrækja gæðastjórnunarkerfi, sem lýsir ábyrgð og eftirlitsferlum varðandi mikilvægustu þætti starfseminnar.
  • Standa fyrir öflugu þjónustu- og kynningarstarfi á afurðum og starfssemi fyrirtækisins og efna til og viðhalda opnum jákvæðum samskiptum um umhverfismál við yfirvöld, eftirlitsaðila, nágranna og birgja.
  • Stuðla að öflugu gæðaeftirliti við framleiðsluna.
  • Virkja alla starfsmenn vegna endurbóta í umhverfismálum og þróun gæðaeftirlits.
  • Skilgreina og skrá aðferðir og þekkingu með uppbyggingu handbókar í því skyni að móta verkferla og auðvelda yfirfærslu þekkingar.
  • Viðhalda framleiðslubúnaði með öflugu eftirlits- og viðgerðastarfi.
  • Þróa framleiðsluferla og endurnýja framleiðslu- og pökkunarbúnað með umhverfis-, gæða- og arðsemismarkmið að leiðarljósi.
  • Setja sér ávallt ný markmið um endurbætur, sem stuðla að minni umhverfisáhrifum fyrirtækisins og lágmarka allan úrgang frá framleiðslunni og endurvinna eins og kostur er.
  • Endurskoða starf fyrirtækisins að gæða- og umhverfismálum með reglulegum innri úttektum.