Heim > VÖRUR OG LAUSNIR > Byggingaeinangrun > Einangrun léttra milligólfa og útveggja
Rétt val á einangrun í léttbyggð milligólf og létta útveggi er mikilvægt. Þéttull með nafnþyngd 30 kg/m³ hentar vel í þessa byggingarhluta.
Stífleiki þéttullar er töluverður, en efninu er ekki ætlað að bera álag og forðast ber að það gerist. Þar sem þéttull stendur sérlega vel í grind er hún æskilegt val þegar einangra á timburveggi og þök sem hafa verulegan þakhalla (um og yfir 30 °). Alltaf þarf að tryggja að einangrun geti ekki hnigið til í einangrunarbilinu undan eigin þyngd eða vegna titrings bygginahlutar.
Vegna stífleika ullarinnar skerst þéttull vel og fyllir vel út í grind eða milli sperra ef hún er skorin aðeins rúmt, 1 – 2 cm yfir stíft mál á milli bita eftir þykkt einangrunar. Þegar efnið er fest þannig í spennu er ullin sjálfberandi milli sperra. Ekki er nauðsynlegt að strengja band jafnóðum undir sem auðveldar vinnu verulega. Plöturnar eru enn fremur af þægilegri stærð fyrir einn mann að vinna við, bæði í skurði og uppsetningu, þannig að vel fari. Plötunum er auðvelt að þrýsta vel saman á skeytum og má renna til í grind ef einangrunarþykktin er ekki mikil.
Mikilvægt er að vanda uppsetningu á allri einangrun og hafa hvergi rifur eða göt í einangrunarlagið, það sparar orku og fjármuni.
Að einangra eftir á er alltaf kostnaðarsamara en að vanda einangrun og val hennar í upphafi byggingar. Aukin einangrun eykur orkusparnað og lækkar upphitunarkostnað sama hver orkugjafinn er við upphitun á húsnæðinu.
Cookie | Duration | Description |
---|---|---|
cookielawinfo-checbox-analytics | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Analytics". |
cookielawinfo-checbox-functional | 11 months | The cookie is set by GDPR cookie consent to record the user consent for the cookies in the category "Functional". |
cookielawinfo-checbox-others | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Other. |
cookielawinfo-checkbox-necessary | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookies is used to store the user consent for the cookies in the category "Necessary". |
cookielawinfo-checkbox-performance | 11 months | This cookie is set by GDPR Cookie Consent plugin. The cookie is used to store the user consent for the cookies in the category "Performance". |
viewed_cookie_policy | 11 months | The cookie is set by the GDPR Cookie Consent plugin and is used to store whether or not user has consented to the use of cookies. It does not store any personal data. |