TÆKNILEGAR UPPLÝSINGAR

Tæknilegar upplýsingar

Valmynd Tæknilegar upplýsingar

Fyrirtæki í framleiðslu þurfa að gefa upp tæknilegar lýsingar á framleiðslu sinni. Framleiðsla er háð starfsleyfum og skal vara framleidd eftir lögum, reglum og viðurkenndum stöðlum.

Til að koma vöru á markað þarf að sýna fram á gæði vörunnar með tilliti til gæðastaðla og einnig þarf að uppfylla skilyrði fyrir markaðsaðgengi með viðkomandi vöru.

Þar sem Ísland er aðili að evrópska efnahagssvæðinu þá gilda oftar en ekki sömu reglur hér og í öðrum evrópulöndum. Eitt af því er tilskipun um CE merkingu á alla einangrun framleidda hérlendis sem og innflutta sem seld er hér á landi.

Til að upfylla þessar reglur hefur innra eftirlit verksmiðjunnar aukist til muna og þurfti Steinull hf að bæta tækjakost á rannsóknarstofu verksmiðjunnar. Fjárfest var í tækjum til að mæla varmaleiðni, þrýstiþol, skerþol og togþol eftir viðeigandi stöðlum.

Í september 2012 fékk Steinull hf vottun um að fyrirtækið stæðist kröfur ISO 9001 gæðavottun í framleiðslu og sölustarfi. Í apríl 2013 fékk Steinull hf vottun ISO 14001 er lýtur að umhverfisstjórnun.